Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldrar eru mikilvægir samstarfsmenn skóla þar sem þeir bera ábyrgð á uppeldi og umönnun barna sinna. Afar mikilvægt er að foreldrar finni sig velkomna í skólann og að aðstoð þeirra sé vel þegin og hafi gildi. Þess er vænst foreldrar fylgist náið með námsframvindu barna sinna, gefi námi þess tíma, hvetji barnið áfram, sýni áhuga, tali jákvætt um skóla og skólastarf við barnið og spyrji viðeigandi spurninga (hver spurning á sinn stað og stund). Hvatt er til þess að foreldrar komi með virkum hætti að skólastarfinu með markvissum heimsóknum á skólatíma, þátttöku í starfi umsjónarbekkja, foreldrafélags og foreldraráðs. Mikil áhersla er lögð á að gott upplýsingastreymi sé á milli heimila og skóla.

Á þessari síðu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra barna í Sjálandsskóla.

English
Hafðu samband