Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Miðdeildarstarf í Klakanum Sjálandsskóla.

Miðdeildarstarf er vettvangur fyrir nemendur í 5.-7. bekk að koma saman og hafa gaman undir leiðsögn tómstundaleiðbeinenda félagsmiðstöðvarinnar. Í miðdeildarstarfi eins og í öllu félagsmiðstöðvarstarfi er áhersla lögð á að ná til barna sem þarfnast félagslegs stuðnings og eru t.a.m. ekki í skipulagðri tómstundaiðkun eða íþróttum. Starfsmenn miðdeildarstarfs kynnast börnunum í frítíma þeirra og mynda traust og tengsl sem annarsstaðar er ekki gert.

Þar sem Sjálandsskóli er heilstæður skóli en þó með mjög fámenna unglingadeild er miðdeildarstarf liður að því að efla vináttu, draga úr einelti, byggja upp gott félagsstarf innan skólans og ekki síst halda nemendum í Sjálandsskóla út grunnskólagöngu þeirra.
Eins og hægt er að lesa hér að framan hefur miðdeildarstarf mikið forvarnargildi og því mjög þarft að halda úti starfi fyrir þennan aldurshóp.

English
Hafðu samband