Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nemendur í 1. og 2. bekk hafa verið að vinna með mismunandi styrk í tónmennt. Í tengslum við það var krökkunum sögð þjóðsagan Móðir mín í kví kví og þeim kennt samnefnt þjóðlag. Krakkarnir völdu sér svo hljóðfæri til að leika á í laginu. Ólafur tónmenntakennari útsetti svo lagi með hópunum þar sem sérstaklega var unnið með styrkleikabreytingar og að lokum voru lögin tekin upp.

Móðir mín í kvíkví -hópur A
Móðir mín í kvíkví -hópur B 
Móðir mín í kvíkví -hópur C 

Fyrir stuttu voru nemendur í 1. og 2. bekk að kanna hin ýmsu hljóð. Þau byrjuðu á að kanna hljóð úr umhverfinu sem berast inn um gluggann og síðar voru hljóð sem hægt er að búa til með líkamanum könnuð. Hljóðin voru svo búin til og tengd inn í lagið Hljóðin koma en í því syngja allir og spila á takthljóðfæri yfir undirleik tónmenntakennarans

Hljóðin koma frá 1.-2.bekk (hópur A) 
Hljóðin koma frá 1.-2.bekk (hópur B) 
Hljóðin koma frá 1.-2.bekk (hópur C) 

Ef þú ert í góðu skapi - er upptaka með 1.-4. bekk í tengslum við Comeniusar verkefnið okkar. Hver umsjónarhópur syngur eitt erindi lagsins en svo syngja allir saman í lokin
English
Hafðu samband