Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélagsins kl.19.00

13.09.2010

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn næstkomandi

mánudag (13. september)  klukkan 19:00

 

Sjálandsskóli er á góðri leið með að verða öflug samfélagsmiðstöð.  Fyrir fundinn mun Helgi Grímsson skólasstjóri gera grein fyrir þeirri starfsemi sem á sér stað í skólabyggingunni.

 

Verkefni aðalfundar

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Kosnir fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins
  • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  • Skýrsla skóalráðs
  • Kosning fulltrúa í skólaráð
  • Önnur mál

Skólinn að hausti  Stuttur fyrirlestur um jákvæða sálfræði.  Fyrirlesari: Bryndís Björk Ásgeirsdóttir lektor í sálfræði við Háskólann í Reykjavík.

 

Fundurinn verður haldinn í húsnæði Sjálandsskóla.

 

Við hvetjum alla foreldra til að mæta.  Þátttaka foreldra er forsenda öflugs samstarfs foreldra og skóla.

Til baka
English
Hafðu samband