Öll skólabörn í Garðabæ eru tryggð hjá VÍS hvort sem það eru líf-örorku eða slysatryggingar á meðan þau eru á ábyrgð okkar á skólatímum s.s. á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Gera þarf skýrslu um þau óhöpp sem upp kunna að koma og senda VÍS til varðveislu. Foreldrum er bent á að senda reikninga sem verða til vegna slysa til VÍS sem sér um að greiða sjúkrakostnað enda skýrslan í þeirra höndum.