Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öll börn og foreldrar eiga rétt á því að fá þjónustu sem þau þurfa, þegar á þarf að halda. Hugtakið farsæld vísar í aðstæður þar sem barn getur náð fullum þroska og heilsu á eigin forsendum Samkvæmt lögum um farsæld barna skulu öll börn og foreldrar hafa aðgang að tengilið þjónustu í þágu farsældar barns eftir því sem þörf krefur. Þegar barn er við nám í leik-, grunn- eða framhaldsskóla er tengiliður starfsmaður skólans þar sem barn er við nám. Ef það á ekki við er tengiliður starfsmaður félagsþjónustu þess sveitarfélags þar sem barn á lögheimili. Tengiliður skal hafa viðeigandi þekkingu á þjónustu í þágu farsældar barns. Hann má ekki vera tengdur barni eða foreldrum þess með þeim hætti sem mundi leiða til vanhæfis.
 
Í Sjálandsskóla eru tveir tengiliðir, skólaárið 2024-2025 en það eru þær Silja Kristjánsdóttir, deildarstjóri og Hrafnhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri. 
 
Hlutverk tengiliða farsældar er:
  • Að hafa hagsmuni barns að leiðarljósi.
  • Að rækja hlutverk sitt í samstarfi og samráði við forráðafólk og barn.
  • Að veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
  • Að aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
  • Að koma upplýsingum til sveitarfélags um þörf fyrir tilnefningu málstjóra.
  • Að taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
 
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu
 
 
English Nota mitt útlit
Hafðu samband