Innilegan
03.06.2008
Esjugangan í gær heppnaðist mjög vel. Flestir nemendur gengu upp að steini og síðan var einn hópur sem fór alveg upp og einn hópur var niðri í hlíðum. Það voru margir sigrar unnir í fjallinu. Þegar heim var komið þ.e. í skólann fóru flestir nemendur á sín svæði þar sem þau höfðu búið um sig, sumir fóru að lesa, spila, spjalla eða leika með dótið sitt. Aðrir fóru út eða undirbúa skemmtiatriði fyrir kvöldvökuna, sumir kláruðu saumaskap í listgreinastofunni. Þannig að flestir fundu eitthvað við sitt hæfi. Foreldrar komu síðan og grilluðu hamborgara í kvöldmat, kvöldvakan tókst vel og nóttin var róleg. Í morgun sáu foreldrar síðan um morgunverð, krakkarnir gengu síðan frá á sínum svæðum. 1.-2. bekkur fór þá í hjólaferð, 3.-4. í gönguferð, 5.-6. í bæjarferð og 7. bekkur í keilu.