Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

31.10.2019

Námsaðstoð á bókasafni Garðabæjar

Námsaðstoð á bókasafni Garðabæjar
Í síðasta mánuði hófst námsaðstoðin á bókasafni Garðabæjar á ný. Sjálfboðaliðar Rauða krossins taka á móti nemendum og aðstoða við nám á fimmtudögum kl. 15-17. Námsaðstoðin er fyrir öll börn í 1. til 10. bekk.
Nánar
31.10.2019

Línuleikar í 3.bekk

Línuleikar í 3.bekk
Í síðustu viku voru nemendur í 3. bekk með Línuleika á skólalóðinni. Þar voru þeir að prófa ýmsa leiki sem Lína Langsokkur getur gert. Tókust Línuleikarnir vel og voru allir ánægðir.
Nánar
31.10.2019

Börnin bjarga

Börnin bjarga
Undanfarið ár hefur verið í undirbúningi að innleiða verkefnið „Börnin bjarga“ í heilsuvernd skólabarna. Verkefnið gengur út á að kenna nemendum í 6. – 10. bekk markvisst og árlega endurlífgun. Kennslan er í formi fyrirlesturs og verklegrar kennslu...
Nánar
30.10.2019

Myndir frá 4.bekk

Myndir frá 4.bekk
Nú eru komnar nokkrar myndir frá 4.bekk inn á myndasíðu skólans. Þar má m.a.finna myndir úr útikennslu, þemavinnu og búðarleik, en þar voru nemendur í stærðfræðitíma að æfa sig að versla með peningum, leggja saman og gefa til baka
Nánar
24.10.2019

Listaverk frá 6.bekk

Listaverk frá 6.bekk
Nemendur í 6. bekk hafa undafarnar vikur verið að fræðast um Ísland í þema. Unnin voru bæði einstaklingsverkefni og hópaverkefni. Hver hópur fékk einn landshluta sem þau kynntu sér betur, útbjuggu kynningu og þæfðu landshlutann með ull. Útkoman var...
Nánar
24.10.2019

Nýtt valgreinatímabil

Nýtt valgreinatímabil
Þessa vikuna byrjaði nýtt valtímabili í unglingadeildinni. Boðið er upp á fjölbreytt val svo sem legó forritun, teikningu og textílmennt. Í textílmennt voru 12 nemendur sem spreyttu sig á því að sauma tölur á skyrtur og jakka.
Nánar
23.10.2019

Fræðslufundur fyrir foreldra -mið.kl.17

Fræðslufundur fyrir foreldra -mið.kl.17
Í dag, miðvikudag 23.október, er fræðslufundur fyrir foreldra Sjálandsskóla um niðurstöður Rannsóknar og greiningar um ýmsa þætti er tengjast högum og líðan barna.
Nánar
22.10.2019

Bangsadagur í 1.bekk

Bangsadagur í 1.bekk
Í dag var bangsadagur hjá nemendum í 1.bekk og komu þá allir með bangsana sína sem fylgdu þeim í náminu í dag. Í morgun fóru krakkarnir með bangsana á bókasafnið þar sem lesið var fyrir þau.
Nánar
22.10.2019

Árleg rýmingaræfing

Árleg rýmingaræfing
Í dag var árleg rýmingaræfing haldin í Sjálandsskóla þar sem æfð voru viðbrögð við eldsvoða. Æfingin gekk vel og það tók skamma stund að rýma allan skólann.
Nánar
18.10.2019

"Blast the Plast"

"Blast the Plast"
Þessa vikuna hafa 20 nemendur frá Svíþjóð og Þýskalandi verið í heimsókn hjá okkur ásamt kennurum sínum. Heimsóknin er hluti af Erasmus+ verkefni sem Sjálandsskóli tekur þátt í.
Nánar
16.10.2019

Ytra mat Menntamálastofnunar

Ytra mat Menntamálastofnunar
Ytra mat Sjálansskóla var unnið af matsmönnum á vegum Menntamálastofnunar fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga, vorönn 2019. Matið er fyrst og fremst til að styðja skóla við að auka gæði náms og skólastarfs og...
Nánar
11.10.2019

Bleikur dagur í dag

Bleikur dagur í dag
Í dag var bleikur dagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá mættu nemendur og starfsfólk í einhverju bleiku til að minna á bleikan október og sölu Bleiku slaufunnar hjá Krabbbameinsfélaginu
Nánar
English
Hafðu samband