Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

20.12.2016

Jólakveðja frá starfsfólki Sjálandsskóla

Jólakveðja frá starfsfólki Sjálandsskóla
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Skólastarf hefst á ný, þriðjudaginn 3.janúar 2017.
Nánar
20.12.2016

Jólaskemmtun og stofujól

Jólaskemmtun og stofujól
Í dag var síðasti dagur í skólanum fyrir jól. Dagurinn hófst á jólaskemmtun þar sem 5.bekkur sýndi helgileik, kórinn söng og sýnd voru tónlistaratriði. Að því loknu fóru nemendur á sitt heimasvæði þar sem lesin var jólasaga og nemendur borðuðu...
Nánar
20.12.2016

Jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar

Jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar
Nemendur í unglingadeild Sjálandsskóla söfnuðu jólagjöfum á jólaskemmtun unglingadeildarinnar sl. fimmtudag sem afhendar voru Mæðrastyrksnefnd.
Nánar
20.12.2016

Samvinna 2.og 9.bekkjar

Samvinna 2.og 9.bekkjar
Í vinavikunni unnu nemendur í 2.bekk og 9.bekk saman að verkefni um vináttu ólíkra dýra. Krakkarnir bjuggu til sögur um dýrin og afraksturinn má sjá hér
Nánar
19.12.2016

Bókasafns-og kirkjuferð

Bókasafns-og kirkjuferð
Í dag fóru allir nemendur Sjálandsskóla á bókasafn Garðabæjar eða í Vídalínskirkju. Á bókasafninu var notaleg stund þar sem nemendur lásu bækur eða spiluðu. Í kirkjunni var lesin jólasaga og sungin jólalög. Að því loknu gengu nemendur aftur í skólann...
Nánar
19.12.2016

Leynigestur í morgunsöng

Leynigestur í morgunsöng
Í morgun fengum við óvæntan gest í heimsókn þegar Þráinn Árni Baldvinsson í hljómsveitinni Skálmöld, kom með gítarinn og tók nokkur jólalög með nemendum. Þá fluttu nemendur 5.bekkjar helgileik fyrir foreldra og aðstandendur,
Nánar
16.12.2016

Evrópuþema hjá 7.bekk

Evrópuþema hjá 7.bekk
Í þessari viku lauk Evrópuþema sem 7.bekkur hefur verið í vinna í undanfarnar vikur. Á myndasíðu 7.bekkjar má sjá nokkrar myndir sem kennararnir tóku af nemendum í útikennslu tengt Evrópuþemanu.
Nánar
16.12.2016

Danssýning hjá 3.-4.bekk

Danssýning hjá 3.-4.bekk
Í morgunsöng fengum við að sjá tvo Zumba-dansa hjá nemendum í 3.-4.bekk. ​Krakkarnir hafa verið að æfa þessa dansa síðan í haust. Á myndasíðunni má sjá myndir frá dansinum.
Nánar
15.12.2016

Jólahurðir starfsmanna

Jólahurðir starfsmanna
Í desember hafa starfmenn Sjálandsskóla lagt mikið kapp á að jólaskreyta hurðir á vinnuherbergjum sínum. Það var haldin keppni um jólalegustu hurðina og markmiðið var að nota endurunnið efni. Á myndasíðunni má sjá afraksturinn.
Nánar
15.12.2016

Vakað á jólanótt -leiksýning 5.-6.bekk

Vakað á jólanótt -leiksýning 5.-6.bekk
Í morgun sýndi leiklistarhópur úr 5.-6.bekkjar leikritið Vakað á jólanótt eftir Þórunni Pálsdóttur. Krakkarnir hafa æft í fjórar vikur og þau bjuggu einnig til hluta af búningum og sáu um leikmynd.
Nánar
13.12.2016

Dótadagur hjá 5.bekk

Dótadagur hjá 5.bekk
Í gær var dótadagur hjá 5.bekk og þá máttu nemendur koma með eitthvað dót að heiman. Sumir komu með bangsa, aðrir, fjarstýrð farartæki, hljóðfæri, spil, kubba o.fl.
Nánar
09.12.2016

Stjörnuskoðun -kynning fyrir 5.-7.bekk

Stjörnuskoðun -kynning fyrir 5.-7.bekk
Í gær kom Sævar Helgi Bragasaon og kynnti bók sína Horfðu til himins, fyrir nemendum í 5.-7.bekk. Bókin er fyrir alla fjölskylduna og fjallar um undrin sem sjá má á næturhimninum, frá sólsetri til sólarupprásar.
Nánar
English
Hafðu samband