30.01.2015
Morgunkaffi með stjórnendum
Í morgun var foreldrum nemenda í 8. bekk boðið í morgunkaffi með stjórnendum. Í desember var foreldrum nemenda í 7. bekk boðið í samskonar kaffi. Í febrúar og mars er svo komið að foreldrum annarra nemenda. Tilgangurinn er að fara yfir það sem er...
Nánar30.01.2015
Foreldrum boðið á kynningu
Í gær kynntu nemendur í 5. og 6. bekk einstaklingsverkefni sem þau höfðu unnið í þema í vetur. Foreldrum var boðið á kynninguna, sem var mjög fjölbreytt. Verkefnin voru bæði plakat og glærukynning. Þarna mátti sjá ýmisleg skemmtileg og áhugverð...
Nánar27.01.2015
Foreldraviðtalsdagur
Á mánudaginn 2. febrúar er foreldraviðtalsdagur. Nú er búið að opna fyrir skráningu foreldraviðtala í mentor. Foreldrar og forráðamenn geta því skráð hvenær þeir ætla að koma í viðtal. Hér er myndband hvernig skráningin fer fram
Nánar19.01.2015
Klippiljóð á bókasafninu
Þessa dagana er ljóðaþema á bókasafni skólans. Nemendur koma í litlum hópum og búa til klippiljóð sem þau hengja á Ljóðasúluna á bókasafninu. Einnig hafa nemendur komið í hádeginu og búið til ljóð. Ljósmyndari mætti á staðinn og tók nokkrar myndir...
Nánar16.01.2015
Heilsuvika 19. -23. janúar
Í næstu viku verður heilsuvika hjá okkur í Sjálandsskóla. Aukin áhersla verður lögð á hreyfingu, útivist og holt og gott nesti. Gott er að nemendur komi með grænmeti, ávexti og gróft brauð í nesti og að sjálfsögðu drekka vatn. Farið verður í...
Nánar15.01.2015
Flott dansatriði
Innan skólans er mikið af hæfileikafólki, hvort sem það er í tónlist, leiklist, dansi eða öðru. Í morgunsöng í morgun sýndu tveir nemendur skólans dans. Þetta var virkilega flott dansatriði hjá þessum hæfileikaríku strákum.
Nánar13.01.2015
Efnilegur skákmaður
Sigurður Gunnar Jónsson nemandi í 5 bekk, var efstur í sínum aldursflokki á Íslandsmóti barna í skák um helgina. Hann hefur teflt í 4 – 5 ár og æfir skák hjá Taflfélagi Garðabæjar. Þetta er glæsilegur árangur hjá honum og óskum við honum innilega...
Nánar13.01.2015
Náttfatadagur
Í dag er náttfatadagur í skólanum og því mátti því sjá margt starfsfólk og nemendur í náttfötum. Það er því skemmtileg og notaleg stemming í skólanum í dag
Nánar08.01.2015
Starfsmannabreytingar um áramót
Nú um áramótin urðu nokkrar starfsmannabreytingar hjá okkur. Nokkrir hættu eða fóru í frí og aðrir komu í staðinn. Stuðningsfulltrúarnir Conor Joseph Byrne og Björg Gunnarsdóttir hættu um áramótin og í stað þeirra komu Elías Orri Gíslason og Jóna...
Nánar08.01.2015
Turnar í Sælukoti
Eftir að skólastarfi lýkur hjá nemendum í 1. – 4. bekk fara sumir nemendur skólans i tómstundaheimilið Sælukot. Sælukot er opið frá 14:05 – 17:15 og er staðsett á 2. hæð í íþróttaáfanga Sjálandsskóla. Í Sælukoti hafa nemendur ýmislegt fyrir stafni og...
Nánar05.01.2015
Skólastarf hafið á nýju ári
Skólastarf er hafið að nýju eftir jólafrí. Nemendur í 1. – 7. byrjuðu daginn á hefðbundinn hátt með morgunsöng og var byrjað að syngja fyrir afmælisbörn janúarmánaðar. Nemendur í 8. – 10. bekk byrjuðu daginn einnig á hefðbundinn hátt á sínum...
Nánar