28.12.2018
Gleðilega hátið
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.
Nánar19.12.2018
Friðarganga og kirkjuferð
í dag var hátíðardagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Morguninn byrjaði á skemmtiatriði í sal þar sem kennarar voru með óvænta uppákomu. Síðan héldu nemendur og starfsfólk í friðargöngur með vasaljós þar sem hluti nemenda fór í gönguferð um hverfið og...
Nánar18.12.2018
Kór Sjálandsskóla og Gunni Helga
Í morgun söng kór Sjálandsskóla nokkur lög fyrir nemendur og síðan las rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason upp úr nýjustu bók sinni
Nánar17.12.2018
Margrét Arnardóttir harmonikkuleikari
Í morgun fengum við góðan gest í heimsókn þegar tónlistarkonan Margrét Arnardóttir kom og spilaði nokkur jólalög á harmonikkuna sína
Nánar14.12.2018
Jólapeysudagur og danssýning hjá 3.bekk
Í dag var jólapeysudagur hjá okkur í Sjálandsskóla og mættu nemendur og starfsmenn í jólapeysum, jólakjólum eða í jólafötunum.
Nánar13.12.2018
Danskir jóladagar í 8.bekk
Í dag voru nemendur í 8.bekk með danska jóladaga þar sem þeir kynntu ýmsar danskar jólahefðir og danskan jólamat. Þeir buðu nemendum og starfsfólki skólans meðal annars uppá danskar eplaskífur, síld, ris a la mande og julefrokost.
Nánar10.12.2018
Jólalegt í Sjálandsskóla
Nú er orðið jólalegt hjá okkur í Sjálandsskóla þegar aðeins 8 skóladagar eru eftir fram að jólafríi. Að venju hefur skólinn verið skreyttur með ýmsu jólaskrauti sem búið er til af nemendum. Einnig er búið að setja upp stærðar jólatré í salnum og þar...
Nánar07.12.2018
Blái hnötturinn - sýning hjá 6.bekk
Í morgun voru nemendur í 6.bekk með sýningu um Bláa hnöttinn. Þau fluttu tónverk sem þau bjuggu til úr sögunni, sungu lög úr Bláa hnettinum og sýndu kvikmynd sem þau höfðu búið til með Stopmotion.
Nánar06.12.2018
Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk
Í morgun sýndu nemendur í 1.og 2.bekk jólasveinaleikritið sem yngstu nemendurnir flytja í desember á hverju ári. Þar fara nemendur með ljóðið um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum. Að því loknu sungu allir lagið "Það á að gefa börnum brauð"
Nánar04.12.2018
Klukkustund kóðunar í 1.og 2.bekk
Þessa vikuna taka sumir bekkir þátt í verkefninu "Klukkustund kóðunar" eða "Hour of Code", sem er alþjóðlegt verkefni um forritunarkennslu í skólum. Í dag voru nemendur í 1.og 2.bekk að æfa forritun á Ipad.
Nánar04.12.2018
Selma í morgunsöng
Í morgun fengum við góða gesti í morgunsöng þegar mæðgurnar Selma Björnsdóttir og Selma Rún Rúnarsdóttir sungu tvö lög. Þá var einnig sunginn afmælissöngur fyrir afmælisbörn desembermánaðar
Nánar03.12.2018
Vináttuverkefni í 1.og 2.bekk
Í vetur hafa nemendur í 1.og 2.bekk í Sjálandsskóla unnið verkefnið Vinátta,i sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Efnið er danskt að uppruna og hefur nú verið þýtt á íslensku.
Nánar- 1
- 2