20.12.2017
Gleðilega hátíð !
Starfsfólk Sjálandsskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Hér má sjá myndband af jólaföndri nemenda þar sem allir árgangar unnu saman við að búa til jólaskraut og gjafir.
Nánar18.12.2017
Lestrarátak Ævars vísindamanns hefst 1.janúar
Lestarátak Ævars vísindamanns hefst 1.janúar og stendur til 1.mars. Fyrir hverjar þrjár bækur sem er lesið, fylla nemendur út lestrarmiða og skila á bókasafnið.
Nánar18.12.2017
Jólakökur til góðgerðarmála
Síðustu daga hafa nemendur og starsfólk Sjálandsskóla verið að baka smákökur til góðgerðarmála. Í morgun kom fulltrúi Rauða krossins og tók við rúmlega 20 jólakökukössum og annað eins verður farið með í Kvennaathvarfið.
Nánar15.12.2017
Jóla-útikennsla hjá 6.bekk
Í gær var jólalegt í síðustu útikennslunni fyrir jól hjá nemendum í 6.bekk. Krakkarnir tjölduðu stóra græna tjaldinu, steiktu piparkökur og bökuðu kanilsnúa á teinum.
Nánar15.12.2017
Hildur Kristín söngkona í heimsókn
Í morgun fengu nemendur í 1.-7.bekk góða heimsókn þegar söngkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir kom og söng nokkur lög. það var foreldrafélag skólans sem bauð upp á skemmtiatriðið og einnig var boðið uppá kaffi fyrir foreldra.
Nánar14.12.2017
Töframaður í heimsókn
Í morgun kom Einar Mikael töframaður í heimsókn hjá 1.-7.bekk. Töfrabrögðin vöktu mikla hrifningu hjá krökkunum eins og sjá má á myndunum á myndasíðu skólans.
Nánar13.12.2017
Fjör alla morgna í desember
Í desember er alltaf mikið um að vera hjá okkur í Sjálandsskóla og á hverjum morgni opnar Edda skólastjóri jóladagatalið. Þar er alltaf eitthvað óvænt og skemmtilegt, stundum gáta, stundum óvæntur gestur og núna í morgun sagði Eiríkur sögu og Eyrún...
Nánar12.12.2017
Ævar vísindamaður
Í morgun fengum við góðan gest í heimsókn, en þá kom Ævar vísindamaður og las upp úr nýjustu bók sinni, Þitt eigið ævintýri. Ævar Þór Benediktsson hefur gefið úr fjórar bækur sem virka eins og tölvuleikur, þar sem lesandinn ræður sjálfur hvað gerist...
Nánar08.12.2017
Jólaföndur með leikskólanemendum
Í dag fengu nemendur í 1.og 2. bekk heimsókn frá leikskólanum Sjálandi. Það voru nemendur í elstu deild leikskólans sem komu og tóku þátt í jólaföndri 1.og 2. bekkinga. Þar unnu allir saman við að búa til fallegt jólaskraut eins og sjá má á...
Nánar07.12.2017
Jólasveinaleikrit hjá 1.og 2.bekk
Í morgun fluttu nemendur í 1.og 2.bekk hið árlega jólasveinaleikrit eftir Jóhannes úr Kötlum. Það segir sögu jólasveinanna þrettán í 37 erindum sem nemendur fluttu og að lokum sungu þau um jólasveinana.
Nánar06.12.2017
Rafmagnað samspil -tónleikar
Á mánudagskvöldið héldu nemendur í valfögunum Rafmagnað samspil og Söngval, sameiginlega stofutónleika í tónmenntastofu skólans. Krakkarnir í rafmögnuðu samspili bjuggu til hljómsveit sem hefur í allt haust verið að æfa saman fjölbreytt lög sem...
Nánar06.12.2017
Jólapeysudagur / rauður dagur
Í gær var rauður dagur og jólapeysudagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Gaman var að sjá hve margir mættu í rauðum fötum, með jólasveinahúfur eða í jólapeysum. Sumir tóku þetta alla leið og mættu í glæsilegum jólakjólum eins og kennarar í 1.-2.bekk...
Nánar- 1
- 2