Skyndihjálp og ferðalag
Nemendur í 8.bekk voru í verklegri skyndihjálp. Nemendur unnu í hringekju og lærðu m.a. um hnoð og blástur, sárameðferð og snúninga og brot. Nemendur eru að undirbúa útilegu í Þrym á Hellisheiði sem verður farin 22.sept og eru nú sannarlega við öllu viðbúin.
Fjallaferð 8. bekkjar:
Nemendur 8. bekkjar eru nú í þema sem heitir “Upp um fjöll og firnindi”. Markmið þemans tengjast lífsleikni, náttúrufræði, landafræði, íþróttum og heimilisfræði. Lokatakmark þemans er fjallaferð dagana 22.-23. september.
Gist verður í tjaldi við skátaskálann Þrymheima sem er á Hengilssvæðinu við Skarðsmýrarfjall.
Ferðatilhögun
Nemendum verður ekið með rútu að Nesjavöllum (Farangri fyrir kvöld, nótt og næsta dag verður ekið að tjaldstað). Frá Nesjavöllum ganga nemendur upp á Skeggja en svo nefnist hæsti tindur Hengilsins. Þaðan verður gengið að tjaldstað. Göngutími þennan dag er á bilinu 4-6 klst. Á tjaldstað er dagskrá sem nemendur ákveða frekar. Næsta dag er gengið í Reykjadal en þar er heitur lækur sem hægt er að baða sig í og að endingu gengið niður í Hveragerði og fenginn ís í Eden. Þá er ekið heim.
Erna umsjónarkennari og Helgi skólastjóri verða með í ferðinni allan tímann og Sigurður umsjónarmaður ekur farangri uppeftir. Helgi verður með símann sinn í ferðinni (820-8505).
Kostnaður
Nemendur 8. bekkjar hafa tekið að sér að aðstoða í tómstundaheimilinu í vetur og því greiðir skólinn allan kostnað við ferðina (ferðir, matur, gisting, ís í Eden)
Matarmál
Maturinn í ferðinni verður sameiginlegur og munu nemendur ákveða matseðilinn og elda sjálf. Nemendur þurfa þó að koma nestaðir fyrir gönguna fyrri daginn.
Farangur
Markmiðið er alvöru fjallaferð fjarri glys og glaum. Það mun eflaust reyna á mörg þeirra að gista til fjalla á þessum árstíma og hafa t.d. ekki í vatnssalerni að sækja í rúman sólarhring. Val á búnaði og farangri skiptir því máli fyrir vellíðan þeirra.
Hafa ber í huga að þau ganga með búnað fyrir daginn (nesti, vatn og fatnaður í bakpoka). Í náttstað þurfa þau að hafa hlý aukaföt og allt sem viðkemur svefni og snyrtingu.
Göngufatnaður
Bakpoki fyrir nesti og föt fyrir daginn (15-20 ltr.)
Vatnsþolnir/heldir gönguskór
Ullarsokkar
Hentugar göngubuxur (ekki gallabuxur)
Hlýr nærbolur (helst ullar)
Hlý peysa (t.d. fleece)
Þunn undirpeysa (í bakpoka)
Vettlingar
Húfa
Vatns- og vindþolin hlífðarföt
Vatnsflaska (t.d. 0,5 ltr - gosflaska án goss)
Nesti (morgunmatur, hádegismatur, sídegishressing)
Í náttstað
Góð taska/bakboki fyrir allan búnað
Svefnpoki (má vera lítill koddi með)
Þunn einangrunardýna.
Auka föt
Hlý nærföt
Vasaljós (athuga áður hvort í lagi)
Snyrtivörur
Sundföt og handklæði
Myndavél (ath. hver ber ábyrgð á því sem hann kemur með)
Lyf (ef þörf er á slíku - þarf þá að láta kennara vita)