Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. des. fullveldisdagurinn

01.12.2008
1. des. fullveldisdagurinnAð venju voru nemendur í 7. bekk með umfjöllun um fullveldisdaginn 1. des. Þá fengu Íslendingar full völd yfir Íslandi, en danski kóngurinn var áfram þjóðhöfðingi. Einnig sögðu þau frá því hvernig fólk hafði það á þessum tíma þegar engir bílar voru, lélegt húsnæði og hafís fyrir utan landið. Áhorfendur fengu að sjá myndir frá þessum tíma. Loks sungu allir saman þjóðsöng Íslendinga Ó Guð vors lands og Öxar við ána. Þetta var flott dagskrá hjá 7. bekkingum þar sem allir tóku þátt ýmist við kynningar, sviðsmynd eða tæknimál.

Til baka
English
Hafðu samband