Íþróttir 1. bekkur
Í íþróttum fóru fyrstu bekkingar í þrautabraut. Þrautabraut reynir á úthald, jafnvægi, áræðni, liðleika, kraft og þol svo eitthvað sé nefnt. Börnunum finnst alla jafna alveg ótrúlega gaman í tímum þegar þrautabrautir eru. Fyrstu 4 hringina á annarri brautinni fara þau ein og sér og ef einhver þarf aðstoð þá vil ég að þau biðji þann sem er fyrir aftan þau í röðinni um aðstoð, ef þau þurfa aðstoð kennara þá kalla þau á mig. Næstu fjóra hringi á brautinni fara þau með baunapoka á höfðinu og eiga að reyna að komast hringinn án þess að missa pokann. Éf tími er til þá fara þau með/án baunapoka næstu 4 hringi. Það frábæra við þrautabrautir er það að ég sé framfarir hjá nemendum við hvern hring sem þau fara - ótrúlega gaman fyrir kennarann!!! Skoðið flottu og duglegu krakkana á myndasíðu bekkjarins.