Bláfjallaferðin stórkostlega
11.02.2009
Allir nemendur og starfsmenn skólans fóru í vetrarferð í Bláfjöll í gær. Veðrið var hið fegursta og það voru glaðir og áhugasamir krakkar, kennarar og foreldrar sem brunuðu niður brekkurnar á skíðum, brettum og þotum. Margir voru að stíga sín fyrstu skref á skíðum og gekk það hreint ótrúlega vel. Margir kennarar sáu um kennsluna og fjöldi foreldra mætti í fjöllin með okkur. Hjálp foreldranna var ómetanleg. Allir þeir sem byrjuðu í gær lærðu grunnatriðin við að stoppa sig og taka lyftu. Það er samdóma álit okkar í skólanum að skíðaferðin sé einn af hápunktum skólaársins – slík er ánægjan og gleðin.Tveir nemendur duttu illa en meiðsli þeirra voru sem betur fer minniháttar.
Líklegt má telja að einhverjir nemendur skólans eigi eftir að leggja hart að fjölskyldum sínum að draga fram skíðin í vetrarfríinu. Skoðið myndirnar.