Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur

25.02.2009
Öskudagur Dagurinn hófst að vanda með morgunsöng en síðan skiptu nemendur sér í sönghópa og æfðu söng- og dansatriði.  Þá var haldinn stuttur dansleikur með fugladansi, magarena og súperman og að honum loknum var sleginn köttur úr tunnunni.  Samhliða því gafst nemendur kostur á að spreyta sig á nokkrum þrautum eins og stultuhlaupi,  húlla hopp og heimsókn í draugahús sem nemendur 8. bekkjar höfðu sett upp í kjallara skólans.  Að því loknu gátu söngglaðir púkar og prinsessur gengið milli 12 verslana í skólanum og sungið og sýnt atriði sín.  Að sjálfsögðu fengu þau sælgæti fyrir vel flutt atrið. Foreldrar skólans gáfu allt sælgætið til skólans þannig að nemendur fóru skælbrosandi heim að loknum skóladegi - harla ánægðir með sinn feng. Um kvöldið var síðan grímufataball fyrir nemendur 5.-7. Bekkjar og opið hús fyrir elstu nemendur skólans.  Myndir á myndasíðunni.
Til baka
English
Hafðu samband