Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árshátíð 7. bekkjar

29.05.2009
Árshátíð 7. bekkjarNemendur í 7. bekk héldu árshátíð í gær. Hún heppnaðist mjög vel og allir skemmtu sér vel eins og sjá má á myndum. Nemendur hjálpuðust að við að skreyta og undirbúa herlegheitin. Það komu allir með eitthvað matarkyns á hlaðborðið og úr varð þessi fínasta matarveisla. Eftir matinn kom leynigestur sem fékk krakkana með sér í dans og dönsuðu þau frá sér allt vit í klukkutíma. Eftir það var diskótek og þeir sem vildu spiluðu og höfðu það huggulegt. Frábær frammistaða hjá nemendum í 7. bekk.  Fullt af flottum myndum hérna.
Til baka
English
Hafðu samband