Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit

10.06.2009
SkólaslitÍ dag lauk fjórða starfsári Sjálandsskóla.  Á skólaslitum í morgun sagði Helgi skólastjóri frá því að þetta hefði verið góður vetur og margt nýtt framundan.  Næsta vetur bætast rúmlega 50  nemendur við hópinn og þá verða nemendur frá 1.-9. bekk í skólanum.  Nýtt húsnæði verður tekið í notkun og breytir það miklu fyrir nemendur þar sem matsalur, tónmennt, íþróttir og skólasel flytja.   Skólakórinn undir stjórn Ólafs Schram tónmenntakennara flutti 2 lög og allir sungu saman. Nemendum, forráðamönnum og starfsmönnum eru færðar góðar sumarkveðjur.
Til baka
English
Hafðu samband