Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Styrkur úr Sprotasjóði

08.01.2010
Styrkur úr SprotasjóðiSjálandsskóli hefur fengið styrk úr Sprotasjóði menntamálaráðuneytisins að upphæð 400.000 kr. vegna þemakennslu á unglingastigi. Kennslan á unglingastigi skólans hefur verið í þróun síðastliðin tvö ár. Hún hefur tekið mið af því að nemendur verji drjúgum tíma í stór samþætt verkefni þar sem þau nota fjölbreyttar heimildir í vinnu sinni og beita margvíslegum aðferðum við úrlausn verkefna. Sérstaklega er horft til þess að í verkefnum sé verið að tengja saman skóla og samfélag og nemendur fáist við „raunveruleg“ verkefni. Hér er sérstaklega horft til námsmarkmiða í náttúrufræði, samfélagsfræði og líffræði. Nú gefst tækifæri til þess að reka smiðshöggið á verkið og þar með er Sjálandsskóli einn fyrsti skólinn á landinu til þess að byggja starf sitt á þemakennslu frá 1.-10. bekk.
Til baka
English
Hafðu samband