Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verðlaunasæti í Lífshlaupinu

26.02.2010
Verðlaunasæti í LífshlaupinuÞað var föngulegur hópur nemenda og starfsmanna Sjálandsskóla sem mætti niður í ÍSÍ í hádeginu í dag til að taka við verðlaunum fyrir frábæra frammistöðu í Lífshlaupinu. Nemendur í skólanum höfðu verið mjög duglegir að hreyfa sig s.l. 3 vikur sem skilaði sér í að þau fengu 3. sæti í flokki skóla af stærðargráðunni 150-399 nemendur. Markmiðið var að hreyfa sig flesta daga amk í klukkustund. Nemendur í Sjálandsskóla hreyfðu sig 13,5 daga. Starfsmenn hlutu einnig verðlaun í flokki fyrirtækja en þeir fengu 2. verðlaun og hreyfðu sig 16,18 daga og fengu einnig 2. verðlaun fyrir fjölda mínútna. Þetta er þriðja árið sem Sjálandsskóli tekur þátt og eru miklar framfarir á hverju ári. Hér eru myndir frá athöfninni.

Til baka
English
Hafðu samband