Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5.-6. bekkur í Gerðarsafn

26.03.2010
5.-6. bekkur í GerðarsafnNemendur fóru á Gerðarsafn í tveimur hópum að sjá tvær sýningar. Annars vegar sáu þeir ljósmyndasýningu Blaðaljósmyndafélags Íslands og hins vegar sáu þeir sýninguna Náttúra er vörumerki. Hvoru tveggja þessara sýninga vöktu mikla lukku hjá nemendum. Þeir fengu leiðsögn og umræður sköpuðust um myndirnar og myndefnið. Í vikunni birtist mynd af hópnum í DV og má þar sjá mörg áhugasöm andlit. Þess má einnig geta að bróðir hennar Siggu þroskaþjálfa á mynd á sýningunni sem vann til verðlauna besta mynd ársins í flokknum daglegt líf. Áður en farið var á sýninguna voru nemendur búnir að taka ljósmyndir úr umhverfinu í útikennslu. Sjá myndir hérna.
Til baka
English
Hafðu samband