Sæla í Sælukoti
Það var nóg að gera hjá krökkunum í Sælukoti í dag og eins og alltaf voru nokkur valsvæði í boði fyrir þau. Úti var hellirigning og því vorum við inni í dag. Þau gátu valið úr 4 svæðum fyrir kaffi, Hafdís fór með 12 stykki í að baka pizzusnúða og gekk það alveg glimrandi vel og gómsætir snúðar komu útúr ofnunum skömmu síðar.
Í danssalnum á efri hæðinni var búningasvæði, þar er oft mikill hamagangur og læti þegar krakkarnir klæða sig upp í allskonar gervi og skemmta sér konunglega. Sérstaklega gaman að sjá að strákarnir eru duglegir að finna sér kjóla og háhælaða skó :) Í litla salnum var svo Anna Día með golfkennslu fyrir nokkra krakka en við höfum boðið uppá golfkennslu í þessari viku og fá allir sem vilja að prófa allavega einu sinni, glæsilegt framtak og hafa krakkarnir sýnt frábæra takta með kylfurnar.
Síðasta svæðið var svo á sínum stað á fimmtudögum, Fimmtudagsfótboltinn. Þar voru strákarnir að sparka og hlaupa og tækla og hvaðeina. Þetta er fastur liður í Sælukoti og eru strákarnir snöggir til að koma sér fyrir á fimmtudögum, þeir passa uppá að völlurinn sé klár og síðan er allt sett á fullt. Myndir hérna.