Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rapp í 5.-6. bekk - hlustið!

17.05.2010
Í apríl voru nemendur í 5.-6. bekk í þema um upphaf Íslandsbyggðar og var þá unnið með kvæði og hlustað á kvæðasöng í tónmennt. Kvæðasöngurinn var svo borinn saman við rapp tónlist nútímans. Í framhaldi af því völdu bekkirnir sér svo ljóð úr námsbókunum Blákápu og Rauðkápu til að rappa. Þeir völdu sér takta og aðra hljóðbúta úr upptöku og hljóðbútaforritinu Garage band og röppuðu svo hver fyrir sig hluta ljóðsins á upptökuna.
Hlusta á rappið þeirra.
Til baka
English
Hafðu samband