Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Innilegan

09.06.2010
Þá er hinni árlegu innilegu lokið og gekk hún mjög vel. Mánudagurinn byrjaði á gönguferðum en flestir gengu að þessu sinni á Helgafell. Aðrir fóru í Valaból og enn aðrir hófu ferðina í Heiðmörk og gengu í gegn um Búrfellsgjá að Kaldárseli. Veðrið lék við okkur í göngunni. Eins og venjulega fóru með okkur fjölmargir foreldrar, ömmur, afar og systkin. Að lokinni göngunni fórum við aftur í skólann þar sem mikið var brasað við að útbúa svefnfleti um alla ganga.  Kvöldvakan var skemmtileg og mörg metnaðarfull atriði voru flutt.
Gistingin gekk vel og það var notaleg stemming í skólanum þennan sólahring.
Til baka
English
Hafðu samband