Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólinn fær fugla að gjöf

10.09.2010
Skólinn fær fugla að gjöf

Í dag barst skólanum glæsileg gjöf frá Sigmundi Franz Kristjánssyni, tólf uppstoppaðir fuglar. Sigmundur, sem er afi Andra og Arnars í 4. og 5.bekk, hefur áður gefið skólanum uppstoppaða fugla. Skólinn á þá orðið yfir 30 fugla og tvo minnka. Fuglunum verður komið fyrir í glerskápum á gangi skólans þar sem nemendur geta skoðað þá.

Sjálandsskóli þakkar Sigmundi kærlega fyrir veglega gjöf.

Myndir af fuglunum

Til baka
English
Hafðu samband