Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leikhópurinn Krakkarnir í hverfinu

21.09.2010
Leikhópurinn Krakkarnir í hverfinu

Fimmtudaginn 16.september kom leikhópurinn Krakkarnir í hverfinu í heimsókn til nemenda í 2. bekk. Krakkarnir í hverfinu eru í raun hópur af leikbrúðum sem voru hannaðar með það fyrir augum að kenna börnum um vanmátt, vandamál og mismunandi aðstæður einstaklinga. Sýndir voru þrír leikþættir sem allir fjölluðu um mismunandi vandamál og í lok hvers þáttar fengu nemendur tækifæri til að leggja fram spurningar.

Til baka
English
Hafðu samband