Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Söngleikur frá Færeyjum

26.10.2010
Söngleikur frá Færeyjum

Í dag fengu nemendur í 1.-4. bekk að horfa á og taka þátt í sýningu listamanna frá Færeyjum. Sýningin heitir Ævintýraferðin og er eftir Færeyingana Dánjal og Búa. Þeir hafa skrifað handrit og samið tónlist við mörg vinsæl barnaleikrit í Færeyjum. Í Ævintýraferðinni er lögð áhersla á fjölbreytta tónlist sem auðgar ímyndunaraflið og börnin fengu að taka þátt í henni með leik og söng.

Myndir frá sýningunni má finna á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband