Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn

08.11.2010
Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn var haldinn í fimmta sinn þann 3. nóvember sl. af frumkvæði forseta Ísland. Dagurinn sem hefur yfirskriftina, Taktu þátt – hvert ár skiptir máli er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hæti, að málum unglinga, m.a. Skátunum, ÍSÍ og UMFÍ

Í tilefni forvarnardagsins unnu nemendur í 9.bekk í Sjálandsskóla verkefni tengd forvörnum. Dagskráin byrjaði á góðri heimsókn frá Andra Tý sveitarforingja sem starfar í skátafélaginu Vífli. Hann sagði nemendum frá starfi skátanna og kynnti fyrir nemendum Net – ratleikinn sem haldinn er af skipuleggjendum dagsins. Eftir heimsóknina var nemendum skipt í þrjá umræðuhópa og nemendur ræddu um málefni sem tengjast forvörnum út frá spurningum sem þeir fengu. T.d. Hvað græðir þú á því að drekka ekki áfengi á unglingsárunum?Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestu tíma saman að ykkar áliti? Hvernig Íþrótta og æskulýðsstarf mynduð þið vilja sjá þar sem fjölskyldan gæti tekið þátt saman?

Eftir góðar og miklar umræður horfðu nemendur á myndband sem var framleitt í tilefni dagsins. Í myndbandinu ávarpar forseti Íslands unglingana og ýmsir þjóðþekktir einstaklingar koma fram. Dagskrá forvarnardagsins í Sjálandsskóla endaði síðan á armbandsgjöf frá skipuleggjendum dagsins. Dagurinn heppnaðist vel og voru nemendur ánægðir með hann.

Myndir á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband