Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ársþing Skólaþróunar haldið í Sjálandsskóla

08.11.2010
Ársþing Skólaþróunar haldið í Sjálandsskóla

Nú um helgina var fimmta ársþing Skólaþróunar haldið í Sjálandsskóla.
Þemað var: Ný stefna í menntamálum: Hvernig hrindum við henni í framkvæmd?
Læsi - lýðræði - jafnrétti- menntun til sjálfbærni - skapandi starf.
Þingið var vel sótt og gátu gestir hlýtt á marga áhugaverða fyrirlestra og tekið þátt í málstofum. Í upphafi þings söng kór Sjálandsskóla undir stjórn Ólafs Schram tónmenntakennara og í hádeginu á laugardag bar Helgi Grímsson skólastjóri fram ljúffenga súpu fyrir þinggesti.
Nánari upplýsingar má finna á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun 

Myndir frá þinginu má finna á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband