Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3.-4.bekkur fór í langan göngutúr

09.11.2010
3.-4.bekkur fór í langan göngutúr

Í tilefni þess að 3.-4.bekkur er í þema um Garðabæ fór hópurinn í langan göngutúr, um 4 km hvor leið, út á Garðaholt að heimsækja Krók sem er gamall bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Krakkarnir stóðu sig eins og hetjur og gengu í tvær og hálfa klukkustund í blíðskaparveðri þennan fallega mánudag.

Myndir á myndasíðunni

Til baka
English
Hafðu samband