Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skemmtikvöld 7.bekkjar

26.11.2010
Skemmtikvöld 7.bekkjar

Síðast liðinn þriðjudag héldu nemendur í 7.bekk skemmtikvöld fyrir foreldra. Kvöldið var fjáröflunarkvöld fyrir skólaferð á Reyki. Nemendur höfðu sjálfir frumkvæði að skemmtikvöldinu og undirbjuggu það með hjálp umsjónarkennara. Þeir voru búnir að búa til ýmis konar varning til að selja, s.s. hárbönd, hálsmen, jólakort, merkimiða og fleira. Einnig voru þau með kökubasar og skemmtiatriði. Kvöldið heppnaðist mjög vel og tókst þeim að safna fyrir þriðjung ferðarinnar.

Myndir frá skemmtikvöldinu

Til baka
English
Hafðu samband