Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur á Reykjum

24.01.2011
7. bekkur á Reykjum

Þessa vikuna er 7.bekkur Sjálandsskóla í skólabúðum á Reykjum. Þau lögðu af stað í morgun og koma heim á föstudag. Á Reykjum er ávallt mikið fjör og margt skemmtilegt sem nemendum stendur til boða.

Markmið skólabúðanna er:

- að auka samstöðu og efla samvinnu milli kennara og nemenda
- að auka félagslega aðlögun nemenda
- að þroska sjálfstæði nemenda
- að nemendur fáist við áður óþekkt viðfangsefni
- að nemendur kynnist nýju umhverfi og ólíkum lífsmáta
- að örva löngun nemenda til að athuga og rannsaka umhverfið og komast að niðurstöðu
- að auka athyglisgáfu nemenda

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Reykjaskóla

Til baka
English
Hafðu samband