Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bláfjallaferð frestað

08.02.2011
Bláfjallaferð frestað Að höfðu samráði við staðarhaldara í Bláfjöllum frestum við vetrarferð í Bláfjöll. Við stefnum á að fara í næstu viku ef veður leyfir.

Það er alltaf flókið að gera áætlanir um vetrarferðir fyrir heilan skóla. Fyrst þarf að vera ljóst að nægur snjór sé í fjöllunum, þá þarf tíma til þess að ná inn pöntunum á skíðabúnaði og svo þarf veður að vera það gott að starfsmenn Bláfjalla séu búnir að tryggja aðgengi að lyftum og troða brekkur ... og svo þarf veðurspá að vera þannig að búist sé við góðu veðri yfir daginn.

Í lok seinustu viku var ljóst að nægur snjór væri og sumar veðurspár gerðu ráð fyrir að veður yrði gott á miðvikudeginum. Því sendum við boð út um vetrarferðina til þess að skíðapantanir væru komnar í hús. Nú er staðan sú að starfsmenn Bláfjalla þora ekki að lofa því að þeir verði tilbúnir með svæðið í fyrramálið og því frestum við ferðinni þar til veðurspár eru hliðhollari.

Kveðja,
Helgi Grímsson, skólastjóri

Til baka
English
Hafðu samband