Öskudagur nálgast
Skólastarf í Sjálandsskóla verður með miklum ævintýrablæ á öskudag. Fyrri hluta skóladags hafa nemendur tækifæri til að æfa söng og dansatriði, yfirfara búninga og andlitsmálun. Klukkan 10 hefst dansskemmtun í salnum og fljótlega eftir það opna ýmsar þrautastöðvar um allt skólahúsið (slá köttinn úr tunnu, limbó, hoppukastali, draugahús o.fl.) og búðir þar sem nemendur geta fengið sælgæti að launum fyrir fagran og vandaðan söng. Skóladeginum lýkur að loknum hádegisverði kl. 12.30 og Sælukot opnar á sama tíma fyrir þá sem þar eru skráðir.
Til þess að þessi dagur geti orðið með þessum ævintýrablæ þurfum við aðstoð og framlag foreldra. Við biðjum því hvern og einn að koma með sælgætispoka í skólann á mánudag eða þriðjudag og koma því til Soffíu ritara. Það er best ef um er að ræða innpakkaða sælgætismola. Tyggjó og snakk er ekki æskilegt.
Með öskudagskveðju!
Starfsfólk Sjálandsskóla