Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennaranemar í sundi

28.04.2011
Kennaranemar í sundi

Vikurnar 26. apríl – 13. maí verða íþróttakennaranemarnir Egill Björnsson og Óskar Örn Hauksson í verknámi í Sjálandsskóla.

Þeir fylgjast með kennslu og aðstoða fyrstu vikuna en seinni vikurnar tvær munu þeir saman eða í sitt hvoru lagi kenna öllum nemendum sund og einhverjum hópum íþróttir og valgreinar.

Nemendur hafa tekið vel á móti þeim og verður kennslan þeirra ánægjuleg tilbreyting fyrir nemendur

Til baka
English
Hafðu samband