Lionshlaup 5. bekkjar
17.05.2011
Lionshlaup var haldið 11. maí 2011. Nemendur 5. bekkja tóku þátt og var þetta boðhlaup á milli umsjónarhópanna þriggja.
Það voru félagar úr Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ sem stóðu fyrir hlaupinu eins og undanfarin ár og spjölluðu þeir aðeins við nemendur áður en hlaupið hófst. Kjartan Atli Kjartansson þjálfari og leikmaður meistaradeildar körfubolta í Stjörnunni kom einnig og ræddi við nemendur um heilbrigt líferni og tilefni hlaupsins.
Nemendur stóðu sig mjög vel í hlaupinu, bæði keppendur og stuðningsmenn sem hvöttu liðin ákaft áfram. Allir nemendur 5. bekkjar fengu viðurkenningarskjöl í lokin og bekkurinn sem bar sigur úr býtum hlaut verðlaunabikarinn og einnig fengu allir nemendur hans verðlaunapeninga.
Myndir af Lionshlaupinu