Kynningarfundir fyrir nýja nemendur
15.08.2011
Miðvikudaginn 17. ágúst 2011 er forráðamönnum nýrra nemenda sem hefja nám í Sjálandsskóla boðið á kynningarfund í skólanum. Fyrir forráðamenn nemenda í 1. bekk kl. 17:30, fyrir eldri nemendur kl. 18:30.
Farið verður yfir skipulag skólaársins, kynntar helstu áherslur og kennsluaðferðir ásamt því að samstarf heimilis og skóla verður rætt. Á fundinum verða m.a. umsjónarkennarar, sérkennarar, stjórnendur skólans og fulltrúi foreldrafélagsins.
Viðtöl umsjónarkennara við foreldra og nemendur fara fram mánudaginn 22. ágúst. Haft verður samband við heimilin varðandi nánari tímasetningu í vikunni. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.
Við hvetjum forráðamenn til að mæta á þennan mikilvæga fund.