Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7.bekkur í útieldun

24.09.2011
7.bekkur í útieldun
7. bekkur fór í útieldun á fimmtudaginn eftir samræmda prófið í íslensku. Nemendur elduðu ljúffenga ítalska máltíð en hópurinn er einmitt í þema um Evrópu þessar vikurnar. Að því tilefni munu þeir kynnast matargerð frá nokkrum Evrópuþjóðum. Að þessu sinni var Ítalía fyrir valinu og elduðu nemendur "bruscettur" í forrétt með tómötum, basil og hvítlauk, pasta al pesto var í aðalrétt og svo var endað á því að grilla eftirrétt sem var súkkulaðipizza! Þetta vakti mikla lukku, bæði hjá nemendum og kennurum sem voru með hópnum og þá sérstaklega eftirrétturinn:)
 
Myndir má sjá á myndasíðunni
Til baka
English
Hafðu samband