Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íþróttadagurinn

28.09.2011
Íþróttadagurinn

Í dag tóku allir nemendur þátt í íþróttadegi Sjálandsskóla. Fyrir hádegi var nemendum skipt í fjóra aldursblandaða hópa í 1.-10.bekk. Nokkrar stöðvar voru settar upp í nágrenni skólans og í íþróttasalnum. Þar gátu nemendur farið í alls konar leiki og íþróttir, s.s. brennó, kubb, bandý, borðtennis, blak, stoppdans, reipitog, snú snú og margt fleira. Eftir hádegi fór 1.-7.bekkur í gönguferð út á Arnarnes.

Á íþróttadeginu hófst verfkefnið "Heilsueflandi grunnskóli" sem Sjálandsskóli tekur þátt í.

Myndir frá íþróttadeginum má sjá á myndasíðunni

 

Til baka
English
Hafðu samband