Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálandsskóli er heilsueflandi grunnskóli

29.09.2011
Sjálandsskóli er heilsueflandi grunnskóli

Miðvikudaginn 28. september hóf Sjálandsskóli fyrstur grunnskóla í Garðabæ formlega þátttöku í þróunarverkefninu heilsueflandi grunnskóli.  Markmið verkefnisins felur í sér að efla heilbrigðisvitund grunnskólabarna í víðum skilningi þess orðs. Í heilsueflandi skólum fer fram skólastarf í anda heilsueflingar þar sem markvisst er unnið að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Innleiðing verkefnisins tekur um 4 ár og mun áherslan verða fyrsta árið á nemendur, hreyfingu og öryggi. Verkefnisstjóri heilsueflandi grunnskóla í Sjálandsskóla er Hrafnhildur Sævarsdóttir íþróttakennari. 

Til baka
English
Hafðu samband