Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Munum eftir endurskinsmerkjum

23.11.2011
Munum eftir endurskinsmerkjum

Kæru foreldrar.

Nú í svartasta skammdeginu er mikilvægt að öryggisútbúnaður nemenda sé í lagi. Mig langar að biðja ykkur að fara yfir endurskinsmerki á yfirhöfnum og töskum barna ykkar strax í dag. Þeir nemendur sem koma á hjóli verða að vera með ljós á hjólinu og kattaraugu til að þau sjáist í myrkrinu. Vart þarf að nefna hjálminn sem er skylda skv. lögum. Mér fannst sláandi í myrkrinu í morgun hversu margir eru ekki með þessi öryggisatriði í lagi og því vert að minna á mikilvægi þeirra.

Með kærri kveðju,

Edda Björg
Skólastjóri Sjálandsskóla

Til baka
English
Hafðu samband