Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skákmót í unglingadeild

26.01.2012
Skákmót í unglingadeild

Í dag er íslenski skákdagurinn og verður hann haldinn ár hvert 26. janúar sem er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar stórmeistara. Af því tilefni var haldið skákmót í unglingadeild Sjálandsskóla. Þar kepptu um 40 unglingar.

Sigurvegarar voru Bjarki Páll í 10.bekk (1.sæti), Stefán Örn í 10.bekk (2.sæti) og Einar Hrafn í 9.bekk (3.sæti)

Myndir frá skákmótinu

Í frétt frá skáksambandinu segir:

Skákdagurinn sem er haldin á afmælisdegi Friðriks Ólafssonar verður haldin hátíðlegur í Garðabæ eins og annarsstaðar með opnu hraðskákmóti fyrir Krakka frá 1-10 bekk í Gamla Betrunarhúsinu frá kl. 19.30 til 20.30 næstkomandi fimmtudag 26. janúar.

skráning er með því að eftirfarandi hlekk.

https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dG10cDItUW96TkVrT1p2NUtTUWF1RkE6MQ

Inngangur er nr 8 á Garðatorg. (frá Hrísmóum að Rimlahliði, gengum rennihurð til hægri og upp stiga. Líklega verða tefldar 5-6 umferðir.

Ath mótið er aðeins fyrir krakka í 1-10 bekk og hámark á þátttöku eru uþb. 30 krakkar.

Veitt verða verðlaun fyrir 2 flokka þe. fædd 2000 og eldri og 2001 og yngri. (teflt er í einum flokki.) (gull, silfur og brons)

Auk þess fær sigurvegari mótsins pizzu og það verður önnur pizza dregin út.

Þátttaka er hins vegar ókeypis.

Til baka
English
Hafðu samband