Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Blái hnötturinn - leiksýning 5.-7.bekkjar

30.01.2012
Blái hnötturinn - leiksýning 5.-7.bekkjar

Í síðustu viku sýndi 5.-7.bekkur leikritið um Bláa hnöttinn við mikinn fögnuð áhorfenda. Á fimmtudag var sýning fyrir foreldra og mættu þar rúmlega 300 manns og meðal gesta var höfundur Bláa hnattarins, Andri Snær Magnason. Á föstudag voru haldnar tvær sýningar, fyrst fyrir nemendur Sjálandsskóla og síðan fyrir alla nemendur í 4.bekk í Garðabæ.

Leiksýningin var tilþrifamikil, með miklum söng, dönsum og glæsilegri sviðsmynd. Alls tóku rúmlega 90 nemendur þátt í sýningunni en leikstjóri var Margrét Helgadóttir kennari í 5.-6.bekk, en ásamt henni komu á annan tug starfsmanna skólans að sýningunni.

Myndir frá undirbúningi og sýningunni má sjá á myndasíðunni.

Til baka
English
Hafðu samband