Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7.bekkur á Reykjum í Hrútafirði

01.02.2012
7.bekkur á Reykjum í Hrútafirði

7. Bekkur er á Reykjum í Hrútafirði þessa vikuna og er ferðin búin að ganga ljómandi vel. Krakkarnir eru glaðir og jákvæðir og taka fullan þátt í dagskránni. Þau eru farin að kynnast krökkunum úr hinum skólunum, Álftanesskóla og Síðuskóla á Akureyri og skemmta þau sér konunglega saman. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og hafa krakkarnir m.a. farið í náttúrufræði, sund, íþróttir, stöðvaleiki, á byggðasafn og fengið fjármálafræðslu sem nefnist undraheimur auranna. Á kvöldin eru haldnar kvöldvökur sem staðarhaldarar, kennarar og nemendurnir sjálfir skipuleggja og hefur verið mikið fjör á þeim. Þar hefur verið farið í fjölbreytta hópeflisleiki, hópnum kenndur söngur skólabúðanna og alls konar grín og glens hefur verið í gangi. Margt spennandi bíður okkar og vonandi verður seinni hluti vikunnar jafn skemmtilegur og fyrri hlutinn.

Stuðkveðjur frá 7. bekk  

Hrafnhildur og Margrét  

Myndir frá Reykjum

                       

Til baka
English
Hafðu samband