Starfsdagur á föstudag og listadagar í næstu viku
Föstudaginn 21.apríl er starfsdagur í Sjálandsskóla.
Listadagar verða haldnir í Garðabæ 19.-28.apríl. Við í Sjálandsskóla tökum að sjálfsögðu þátt í listadögum í næstu viku en síðustu daga hefur ýmislegt verið gert til að undirbúa listadagana. Á vef Garðabæjar má sjá nánari dagskrá listadaga en grunnskólar, leikskólar, Tónlistarskóli Garðabæjar og Fjölbrautarskólinn í Garðabæ taka m.a. þátt í listadögum.
Af vef Garðabæjar um listadaga:
Mikil gróska er í alls konar listsköpun í skólum bæjarins, þ.e. í leikskólum, grunnskólum, Tónlistarskóla Garðabæjar og Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Jafnframt fer fram skapandi starf í félagsmiðstöðinni Garðalundi og fjöldi ungra Garðbæinga stundar listsköpun á eigin vegum í Garðabæ eða annars staðar. Á listadögunum er ætlunin að reyna draga fram og bjóða til sýningar og flutnings fjölbreytileg verk eftir mismunandi aldurshópa.
Margar sýningar verða í gangi þessa daga má þar nefna opið hús í Fjölbrautaskólanum föstudaginn 20. apríl, útskriftarsýningar nemenda úr FG. Einnig verður haldin samsýning leik- og grunnskóla á Garðatorgi fyrir framan Bókasafnið.