Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gróðursetningarferð á morgun

10.09.2012
Gróðursetningarferð á morgun

Á morgun, þriðjudag 11.september, fara allir nemendur skólans í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Nemendur mæta á venjulegum tíma í skólann og verður farið með rútum frá skólanum eftir morgunsöng og umsjón. Þeir foreldrar sem vilja koma með í rútuna þurfa að láta vita á skrifstofu skólans fyrir kl.15.30 í dag. Fargjald fyrir foreldra er kr.500.

Skólamatur sér um matinn fyrir þá sem eru í mataráskrift en aðrir þurfa að koma með pylsur og pylsubrauð með sér. Skólinn skaffar tómat, sinnep o.þ.h.

Komið verður til baka um tvöleytið.

Munið að koma klædd eftir veðri !

Til baka
English
Hafðu samband