Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Útikennslunámskeið fyrir erlenda kennara

19.09.2012
Útikennslunámskeið fyrir erlenda kennara

Í gær voru erlendir gestir í heimsókn hjá okkur í Sjálandsskóla. Þetta eru kennarar frá ýmsum Evrópulöndum sem eru á útikennslunámskeiði hér á landi. Þeir tóku þátt í útikennslu hjá 7.bekk þar sem þemað var Evrópa og nemendur tóku þátt í ýmis konar verkefnum tengdum löndum í Evrópu, t.d. Tour de France hjólreiðakeppni, dansa grískan Zorba o.fl. skemmtilegt.

 Útikennsla er stór þáttur í okkar skólastarfi, allir nemendur í 1.-7.bekk eru í útikennslu einn dag í viku og það er gaman að geta kynnt þessa kennsluhætti fyrir erlendum kennurum sem koma alla leið til Íslands til að læra um útikennslu.

 Myndir frá útikennslunni má sjá á myndasíðu skólans

Til baka
English
Hafðu samband