Endurvinnsla í textílmennt
Ein af aðal áherslunum í textílmennt í Sjálandsskóla er endurnýting og nýting á hvers konar efni. Nemendur eru afar hugmyndaríkir og áhugasamir - stakir sokkar verða að veskjum eða blómavösum, flísteppi að vettlingum eða böngsum og plastpokar eru bræddir í fínustu buddur.
Nemendur í 3. og 4. bekk vinna stórt verkefni í endurnýtingu þar sem stuttermabolir eru klipptir niður í ræmur og úr þeim vefaðar mottur. Verkefnið er skemmtilegt og hafa nemendur keppst við að vefa síðustu vikur. Útkoman er frábær, en motturnar verða til sýnis í skólanum ásamt fleiri textílverkefnum fram eftir vetri.
Til þess að hægt sé að bjóða upp á endurnýtingaverkefni þurfa allir að hjálpast að við að hafa augun opin fyrir efni sem hægt er að nýta og því megið þið hafa okkur í huga ef þið eigið gamla stuttermaboli, staka sokka eða skemmtilega plastpoka. Endilega komið því til Silju textílkennara.
Myndir úr textílmennt: