Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vinavika-Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

06.11.2012
Vinavika-Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Þessa vikuna er vinavika hjá okkur í Sjálandsskóla. Þar er margt um að vera í tengslum við vináttu og í dag kom Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fjallaði um vináttu. Hann sagði nemendum dæmisögur um mikilvægi vináttu og gaf þeim góð ráð fyrir framtíðina.

Myndir af heimsókninni eru á myndasíðunni 

 

Hér eru nokkur heilræði frá Þorgrími:

VAKNAÐU 15 mínútum fyrr en vanalega.

*  Gakktu frá öllu á HEIMILINU strax -- búðu um rúmið, vaskaðu upp.

*  Bjóddu GÓÐAN DAG í skólanum að fyrra bragði.

SPURÐU kennarann ef þú skilur ekki eitthvað.

*  Láttu HEIMALÆRDÓM hafa forgang. Fyrst læra, svo leika!

*  Aðeins EINN klukkutími í tölvunni og EINN fyrir framan sjónvarpið á dag.

LESTU í hálftíma á dag, gleymdu stund og stað. Lestur er ferðalag.

HRÓSAÐU einhverjum að minnsta kosti einu sinni á dag.

*  Borðaðu eingöngu HOLLAN mat og drekktu vatn.

FAÐMAÐU foreldra þína daglega.

* Notaðu eingöngu FALLEG orð og blótaðu aldrei.

*  Gerðu a.m.k. eitt GÓÐVERK á dag. Þá mun lífið lyfta þér upp.

*  Prófaðu að láta jörðina FAÐMA.

*  Skrifaðu 10 DRAUMAMARKMIÐ niður á blað áður en þú ferð að sofa.

*  Sýndu FRUMKVÆÐI og þú verður leiðtogi.

Til baka
English
Hafðu samband